top of page

Samfélagið

Gjögur hf. er matvælaframleiðandi sem framleiðir matvæli fyrir innlendan og erlendan markað.  Til þess að ná gæðamarkmiðum setur fyrirtækið sér starfsreglur sem byggja á áhættuþáttagreiningu þar sem öryggi og gæði vörunnar eru í fyrirrúmi. 

Það er stefna fyrirtækisins að starfrækja ávallt virkt innra eftirlit sem tryggir öryggi og heilnæmi afurða.

Gjögur hf. leitast við að styðja þau samfélög sem það starfar í með styrkjum, framkomu og umgengni.  Félagið er aðili að verkefninu ábyrgur sjávarútvegur.

Frystihús og höfn 2_edited_edited_edited_edited.png
Hákon EA nálægt bleik ský.jpg

Starfsmenn

Gjögur hf leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, öryggi og góðan aðbúnað stafsmanna. Stefnan er að allur aðbúnaður í vinnuumhverfinu uppfylli nútímakröfur og sé í samræmi við lög og reglugerðir um öryggi og aðbúnað.

 

Áhersla er lögð á að kynna starfmönnum mikilvægi öryggismála og jafnframt er lagt að starfsmönnum að fylgja þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra um öryggi og aðgát í starfi.  

 

Félagið er með samning við Öryggisstjórnun ehf. og hefur tekið smáforitið Öldu í gagnið.

Félagið hefur sett sér stefnu um hvernig bregðast á í eineltis- og ofbeldissmálum.  Hún liggur fyrir á öllum starfsstöðvum félagsins og í starfsmannahandbókum.

Umhverfisstefna

Gjögri hf. er umhugað um umhverfis- og sótspor félagsins og leitar leiða til að lágmarka það og leggja í mótvægisaðgerðir þar sem óhjákvæmileg losun á sér stað. 

Sólsetur á síldveiðum_edited.jpg
Brosandi starfsmaður.jpg

Jafnrétti

Markmið Gjögurs hf. er að stuðla að jafnri stöðu kynjanna og jöfnum tækifærum starfsmanna óháð kynferði, kynvitund, uppruna og aldri.

Jafnlaunastefna

Störf hjá félaginu skulu standa öllum til boða, óháð kyni og uppruna.  Starfsfólk skal óháð kyni eða uppruna njóta sömu launakjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun og ákvörðun um aukastörf mega ekki fela í sér kynjamismunun eða aðrar ómálefnalegar ástæður.

  • Félagið fylgir vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012

  • Framkvæma skal launagreiningu í upphafi hvers árs þar sem mat er lagt á verðmæti starfa og kannað hvort munur reynist á launum eftir kyni eða uppruna í jafnverðmætum störfum. 

  • Ábyrgð stefnunnar liggur hjá fjármálastjóra og var síðst uppfærð 31. janúar 2024.

 

Jafnréttis, launa- og jafnlaunastefnur félagsins eru birtar í starfsmannahandbókum félagsins.

bottom of page