top of page

Upphafið

Hlutafélagið Gjögur var stofnað af heimamönnum á Grenivík 1946. Forustu um stofnun félagsins höfðu þeir Þorbjörn Áskelsson og Jóhann Adolf Oddgeirsson.

Fyrstu skip félagsins voru tveir 65 tonna bátar frá Landssmiðjunni, Vörður TH-4 og Von TH-5 sem voru afhentir snemma árs 1947.

Frá 1956 til 2016 átti félagið saltfiskhús í Grindavík, þaðan sem skip félagsins hafa lengst um verið gerð út.  Árið 2010 tók félagið yfir rekstur frystihússins á Grenivík.

Vordur TH2 a Siglufirði.png
Fiskvinnsla og Grenivík 3.jpg

Nútíminn

​Í dag starfrækir Gjögur hf fiskvinnsluhús á Grenivík sem er vel útbúið tækjum til þess framleiða fjölbreyttar afurðir, bæði ferskar og frystar. Um 30 starfsmenn starfa í fiskvinnslunni og þykir eftirsótt að starfa fyrir fyrirtækið.

​Togskip félagsins, Áskell og Vörður eru gerð út frá Grindavík og áhafnir að mesta skipaðar þaðan.

Hákon EA 148 er á uppsjávarveiðum og er áhöfnin frá Grenivík og Eyjafjarðarsvæðinu.

Framtíðin

Eigendur Gjögurs hf eru alltaf að leita leiða til að ná fram hagkvæmni og auka virði afla sem veiddur er. Þróun í vinnslu ferskra og frosinna afurða er sífellt veitt athygli til að tryggja sem bestu gæði til kaupenda erlendis.

 

Hluti af þeirri stefnu er að fjárfesta í skipakosti sem er umhverfisvænn, nútímalegur og þar sem vel fer um sjómenn sem starfa fyrir fyrirtækið og aflann.

Vörður á siglingu víð_.jpg

Stjórnendur og stjórn

Ingi Jóhann Guðmundsson framkvæmdastjóri,

ijg@gjogur.is

Anna Guðmundsdóttir fjármálastjóri 

anna@gjogur.is

Freyr Njálsson tæknistjóri 

freyr@gjogur.is

Stjórn félagsins skipa

Njáll Þorbjörnsson stjórnarformaður

Anna Guðmundsdóttir

Aðalheiður Jóhannsdóttir

Sagan í myndum

Ein mesta gæfa Gjögurs hf er allt það

góða starfsfólk sem hefur starfað fyrir félagið, frá stofnun þess.

Síðan útgerð hóst árið 1947 hefur engin sjómaður farist við störf fyrir félagið þó tvö skip hafa tapast, eitt í bruna og annað við strand.

Vordur 14.3.16.jpg
bottom of page