top of page

Áskell landar fullfermi

Snemma í morgun kom Áskell ÞH 47 með fullfermi til hafnar Í Grindavík.

Megin uppistaðan í aflanum var þorskur og ufsi sem veiddist á þremur dögum, á nokkrum stöðum undan suð-austur ströndinni. Að sögn Sigurðar Halldórssonar sem var skipstjóri í túrnum gekk vel að sækja aflann og veðrið lék við áhöfnina.


Skipið heldur til veiða á morgun og er spáin góð segir Sigurður og segist að lokum vera bjartsýnn á að haustið verði fengsælt fyrir áhöfn Áskels.




Yorumlar


bottom of page